Nov 20, 2008

súpa og meiri súpa

fyrir rétt um tveimur vikum skellti ég mér á námskeið hjá Nordica Spa - hef verið meðlimur þar núna í 3 ár og mjög óvirk síðustu mánuði svo til að koma mér aftur í rétta gírinn þá var þessi ákvörðun tekin þegar mjög gott verðtilboð barst vegna þessa námskeiðs.

núna er sem sagt vika 3 á þessu námskeiði og hún er kölluð súpuvika. Ég er s.s. búin að borða ótæpilegt magn af súpu síðan á mánudag. Ekki engöngun súpu, alls ekki heldur er prógrammið þanngi að maður borðar góðan morgunverð, hádegisverð en eftir það eru það súpur - og alls konar súpur með fullt af grænmeti og fíneríi í. Og er ég ekki frá því að þetta svín-virki með æfingunum - það rennur af manni mörinn eða þannig.

í dag er dagur4 af 5 - svo ég er að halda þetta út, a.m.k. fer maður ekki að gefast upp núna þegar svona lítið er eftir :-)

annars engar frekari fréttir af mér og mínum, engar fréttir eru góðar fréttir var einhvern tímann sagt og ég held mig bara við það.

þar til næst

No comments: