Dec 5, 2008

í erli dagsins...

...þá fékk ég brjálæðislega góða hugmynd, verst að hún er eitthvað svo 2007!

Af hverju er ekki til fyrirtæki sem maður getur keypt af þjónustu til að sjá um að keyra og sækja krakka í tómstundir - þetta er tómt vesen alla daga! Og ekki bara hjá mér - heldur svooo mörgum sem ég þekki og vinn með.
Kannski er fólk ekki tilbúið til að senda gullin með hverjum sem er - en það er pottþétt engu að síður hægt að koma á svona þjónstu sem kostar ekki jafn mikið og leigubílaþjónusta. Ég veit - þetta er voðalega 2007 og nú kennum við krökkum að nota strætó og ekkert mehee með það.

Annars bara allt í dandý - jólaskipulagning gengur glymrandi vel, ég ræð öllu og allt skipulag er eftir mínu höfði, gæti það verið betra? Nei - ég held ekki!

þar til næst

2 comments:

Anonymous said...

Hrútur!

Þessi á horninu

ebbath said...

já - alveg þessi týpíski! meeeehhhhh