Feb 4, 2007

helgin að lokum komin

og ég er voða fegin.

Föstudagur - sjúkrabíll eftir byltu sem varð líklega vegna þróttlesi vegna svefnleysis, sem betur fer ekki innlögn á sjúkrahús. Gamli er svo gjörsamlega búin á því af svefnleysi ég er komin í þrot með ráð - læknar virðast ekki geta gert neitt fyrir hann. Hvað er til ráða? Veit ekki :-/

Erfinginn fékk einkunnir og þær bara asni mikið góðar, tja næstum allar! Hann veit hvað hann þarf að gera til að bæta sig á þeim stað. Og ég hef ekki nokkra trú á öðru en hann geri það þessi eska :-)

Ég fékk óútskýrða verki á föstudagkvöld - var komin á þaðað hringja á sjúkrabíl no 2 á heimilið þann daginn. Sem betur fer tók þetta nú enda, þvílíkar vítiskvalir hef ég aldrei á ævinni liðið áður. Hallast að því að ég hafi fengið gallsteinakast eftir að hafa rætt við nokkra aðila sem ég þekki sem hafa fengið slíkt. Er að spá í að tala við doktor og láta athgua þetta - langar ekki í svona verki aftur. Ég bókstaflega grét af sársauka - og er ég ekki vön að gráta eitt né neitt!

Látum þessu harmakveinspistli vera lokið.
þar til næst

No comments: