Feb 1, 2007

í gærkvöldi...

...gerði ég svolítið sem ég hef aldrei gert áður.

Ég gekk út úr bíó. Ég hef aldrei á ævinni séð jafn leiðinlega bíómynd, tja kannski Hárið.

Þessi hryllingur sem á að vera bíómynd er bara söngleikur og ekkert annað, fyrir hlé var sungið í einn og hálfan tíma - gubbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb.

Ég vissi alveg að þessi mynd væri um tónlist - en það eru margar myndir sem ég hef séð um tónlist t.d. Walk til Line og Ray sem mér þóttu báðar mjög skemmtilegar. Þessi mynd hins vegar er bara hryllingur frá upphafi fram að hléi! En þá s.s. fór ég heim.

Ég met frítíma minn það mikils nú orðið að ég er ekki að eyða tíma af fúsum og frjálsum vilja að horfa á eitthvað sem mér finnst leiðinlegt.

og hana nú!

þar til næst

No comments: