Feb 6, 2007

jæja

þá er kominn dásamlegur þriðjudagur og örving farinn í mjaltir í Húsdýragarðinum!
Við mæðginin rifum okkur upp klukkan 06:15 í morgun og vorum allt annað en spræk þá - en þetta var allt að koma þegar við fórum að heiman 7:15. Þá var kominn rífandi gangur í þetta allt saman.

Ég verð þó að viðurkenna að mér finnst ekkert betra en að vera í vinnunni frá 7:30 til 8:30 á morgunanna - þessi dásamlega ró og friður sem þá er. Enginn sími ekkert hljóð - og maður nær að vinna á klukkutíma það sem oft getur tekið upp í 3 tíma yfir daginn.

Auðvita er þó skemmtilegra að hafa félagsskap á skrifstofunni - það er voðalega einmannalegt að vera einn mikið meira en þennan klukkutíma. Svo gerist þetta orðið svo sjaldan að ég sé mætt svona mikið snemma. Við örving förum oftast ekki af stað fyrr en rúmlega 8 á morgnanna svo ég er ekki skriðin á officið fyrr en að skríða í hálf 9 á morgnanna.

Ég uppgvötaði mér til mikillar skelfingar í gær að það er alveg að koma skattatími - þ.e. sá tími árs þar sem þarf að fara að skila inn skattaskýrslum - jakkkkkkkkkkkk. Mín er nú tiltölulega auðveld. Já og líka þeirra sem ég hef aðstoðað við að klambra saman skýrslum - það sem er frekar málið er að koma sér að verki. Klára kvikindin og senda til rsk.is það er eins og maður dragi það alltaf fram á síðustu stundu - sækir um alla þá fresti sem hægt er að sækja um.
Ég er meira að segja farin að gæla við það að snapa mér fresti í gegnum endurskoðendaskrifstofur - jahúúúú - gott að þekkja fólk hjá Deloitte og þessum stöðum :-//

Nei annars, líklega er það ekki sniðugt. Er ekki annars bara best að ráðast á þetta og klára? Hafa að leiðarljósi: Hálfnað verk þá hafið er :-)

þar til næst

No comments: