Mar 10, 2007

eitt í viðbót

hvað er málið með þessa Spaugstofu hjá RÚV? Ég bara spyr? Hvaða öfuguggaháttur er þetta að troða þessu viðbjóðslega leiðinlega sjónvarpsefni upp á mann á hverju einast laugardagskvöldi?

Ég veit vel, ég þarf ekki að horfa - en einhvern vegin er það nú svo að maður gapir á þennan ófögnuð ef maður er heima hjá sér á laugardagskvöldi, a.m.k. með öðru auganu.

Held að það ætti að senda þessa menn í LANGT frí með þætti Jóns Ólafs og bara endursýna allar Disney myndirnar frá 1958 sem búið er að sýna oft og mörgum sinnum - það væri strax skárra!

later

1 comment:

Anonymous said...

Og mér sem finnst Jón Ólafs alltaf drullugóður!

Þessi á horninu