Mar 10, 2007

hvað er að gerast

með þetta veður? Það var vor veður í gær, núna er aftur kominn vetur - skilidaekki :-/

Til að bjarga geðheilsunni í gær þá ákvað ég að rigga mig upp og dressa mig upp og kíkja niður á Listasafn Íslands þar sem var verið að opna sýningu á verkum eftir Jóhann Briem og Jón Engilberts. Eins og alltaf var þar margt um manninn. Fullt af fólki til að spjalla við og fallegar myndir til að skoða. Þetta bjargaði gjörsamlega geðheilsunni :-)

Segi bara til lukku með sýninguna Harpa!

Í dag var það svo örving í aðalhlutverki, spilaði á móti Val og auðvita unnu KRingarnir 5 -2, húrra fyrir þeim! ÁFRAM KR
Það var svo kalt þarna í frostaskjólinu að ég fylgdist með leiknum í hlýunni inni í bílnum.

Við örving komust svo að samkomulagi um að skeppa í Melabúðina á leiðinni heim og keyptum okkur dýrindis nautalund til að hafa í kvöldmat.

úff - það er greinilegt að maður á ekki líf, þetta er leiðinlegasta blogfærsla allra tíma!

kveð með orðum snillings: "segiru svo þetta við mig undir glasi"???????????????

þar til næst

1 comment:

Anonymous said...

Flott að sjá að þú vitnar í snillinga á bloggsíðu þinni:

Kveðja Snillingur 109