Mar 31, 2007

Mars er...

...eiginlega búinn. Eins og mér hefur oft orðið títtrætt um þá er ég alltaf jafn gapandi hissa yfir því hvað tíminn líður hratt (á gerfihnatta öld....).

Ég sá eitthvað stórmerkilegt í gær sem ég ákvað strax að ég myndi skrifa um hérna - nei, ég man það ekki legnur!

Þó ein frétt og það stórfrétt myndi ég segja - Vífilfell ætlar að hætta framleiðslu á TaB drykknum. Drykknum sem ég lifið á í ansi langan tíma hér á árum áður. Þegar ég var kona ekki einsömul fyrir 12 árum síðan þá drakk ég þetta eins og ég veit ekki hvað - a.m.k. drakk ég svo mikið af þessu að ég bjóst fastlega við að krílið kæmi í heiminn og segði: Ég vill TaB. Það gekk ekki eftir :-/

Ég stakk upp á því við Grafarholtskonuna að við myndum halda vöku til heiðurs TaBinu og skála í TaB í síðasta sinn! Hún samþykkti það - nú er bara að finna tíma sem hentar, henni, mér og frúnni úr Breiðholtinu! (Kom aldrei annað til greina en að bjóða Breiðholtsfrúnni með - TaB en nefnilega meira svona "low class" drykkur - hahahahahahahaha - djók djók djók)

Ég er voða mikið að spá í hvenær ég eigi að henda upp þessu partýi sem ég ætlaði að halda síðustu helgi - er að spá í að drífa bara í því núna strax í maí. Maí og mars byrja nefnilega báðir á m - einu mánuðirnir í árinu sem gera það og af því að ég á afmæli í mars þá er upplagt að halda upp á það í maí.

Vá - hvílík rök. Ég myndi reyna við MORFÍS ef ég væri enn í framhaldsskóla! Snillingurinn ég!

Stefni á mikinn innkaupaleiðangur á eftir - fjárfesting framundan - ætla að splæsa á mig sléttujárni. Já þið lásuð rétt, sléttujárni og já ég veit að ég er með stutt hár. En vá hvað hárið á mér er miklu flottara þegar ég er búin að renna hárinu í gegnum járnið - sooooooo coooool.

þar til næst
ciao

4 comments:

Anonymous said...

Við hér drukkum PÓLÓ, ekki TAB. Takk fyrir

Frúin Í BEV HILLS

ebbath said...

huhh - póló - var það ekki framleitt í "holtinu" í gamla daga????
kv.
coolið í 101 Reykjavík

Anonymous said...

Var POLO ekki svona verkamannadrykkur!!!!! Hann var það í sveitinni og Tabið fyrir hina flottari :-)

Grafarholtsfrúin

ebbath said...

TaBið það er drykkur "klassa" fólksins í landinu sem býr á "flottum" stöðum!

Póló - eitthvað sem hillbillýs liðið notar til að blanda í brennsa!