Mar 6, 2007

gvöööööööööööööð

hvað ég á bágt og hvað mér leiðist hrikalega. Er enn raddlausari en allt sem raddlaust er. Læknisheimsókn í dag - barkabólga var greiningin. Ég hélt að það væru bara börn sem fengju slíka veiki. Þetta er þá bara sönnun þess hve ung ég er!!!!

Þetta er undarleg veiki - ég s.s. er hásari en andskotinn og er með hita og kulda til skiptis - skelfilegt alveg. Doksti vildi meina að þetta tæki allt frá 4 og upp í 6 daga - víruspest sem ekkert væri hægt að gera við. Ég þamba heitt te í meira mæli en oft áður og mjög heitar súpur eru undirstaðan í fæðunni hjá mér!

Svo getur þetta blessaða sjónvarp ekki einu sinni verið skemmtilegt - glötuð dagskrá á bókstaflega öllum 30 eða 40 stöðvunum sem ég er með. Tja - kannski ekki á þessari pólsku, en ég er bara farin að ryðga svo hrikalega í pólskunni að ég skil bara fjórða hvert orð :-/ ekki nóg til að ná samhengi - hahahahaha.

Svo þarf maður bara að fara að undirbúa sig fyrir fjölbreytt samkvæmislíf á næstunni. Ströng dagskrá framundan - árshátíð, afmæli (já mitt afmæli) og New York, já það er brjálað að gera. Þó ekki fyrr en þar næstu helgi, ég get sem betur fer nýtt næstu helgi í að safna kröftum fyirr átökin sem á eftir koma.

Svo - nei, djók. Ekki hægt að byrja eina málsgrein en á Svo - hahahaha. Ég þoli ekki þegar setningar byrja á svo, að, og, ef o.s.frv. en stend mig ansi oft að því að gera þetta sjálf! Á maður ekki að reyna að skrifa góða íslensku - en í þessum blogheimi virðist allt vera leyfilegt. Ég er t.d. farin að nota þessi strik á milli ef mér finnst ekki tilefni í punkt eða kommu (hver notar eiginlega kommur í dag - íslenskukennarar eða hvað?). Eins hef ég tekið eftir því að ég nota ekki alltaf stóran staf í upphafi setningar - það má heldur ekki, en það geri ég vegna þess að mér finnst einfaldlega litlu starfirnir vera fallegri! Ég veit vel að þetta er langt í frá að vera æskilegt samkvæmt ströngustu kröfum um íslenskt mál - en who cares - það er allt leyfilegt í dag! Eða næstum því ;-)


Þar til næst
ciao

p.s. eins og ég hef nú stundum minnst á - ÞAÐ MÁ ALVEG SKRIFA EITTHVAÐ FALLEGT Í ATHUGASEMDIR !!!!! Ég verð svooooooooooo ánægð! Já, og takk þið 3 eða 4 sem hafið tjáð ykkur og gerið það nokkuð reglulega :-))

No comments: