Oct 5, 2007

mér finnst hrikalega töff...

... að vera að æfa á Hilton hótelinu í Reykjavík.

Ég bíð spennt eftir að hitta Paris í pottinum og spjalla við hana á meðan að Igor og hinir dásamlegu nuddararnir nudda á okkur axlirnar. Svo er líka þessi fíni bar niðri sem auglýsir happy hour alla daga frá 17 - 19, við gætum skellt okkur þangað eftir nuddið og jafnvel boðið Igor og félögum með okkur :-) Mér skilst að stúlkan kunni að skemmta sér.

Að druslast þangað 3 til 4 sinnum í viku er svo dásamlegt, ég er búin að henda bólgueyðandi lyfjunum. Er eins og unglingur í bakinu eftir allar æfingarnar og nuddið frá Igor og félögum. Er búin að afreka að fara í 4 vikur og mér líður æðislega. Er ekki frá því að rakavandamálið í fataskápnum sé á undanhaldi.

Þessum heimsóknum mínum á Hilton hótelið fylgja harðsperrur í massavís. Ég geng eins og spýtukall í stigum, engist um af sársauka þegar ég hlæ og svo framvegis - en þetta eru bara góðir verkir :-)

Lífsmottóið hjá mér og örving þessa dagana eru harðsperrur! Örving gjörsamlega vældi af verkjum í gærkvöldi eftir að hafa verið þjösnað út í leikfimi í skólanum. Þrekæfingar á þrekæfingar ofan - og svo líka fótboltinn. Drengur komin upp í 4. flokk og allt að verða alvöru, 11 manna lið, völllur og mörk í fullri stærð. Ég hló nú samt inni í mér þegar ég sótti hann á æfingu í gær og náði að horfa á síðustu mínúturnar - markmaðurinn var ansi lítill inn í þetta stóra mark. Líklega auðvelt að skora ;-) eða hvað?

En nú er það bara Hilton hótelið sem bíður eftir mér, ekki til líkamsæfinga heldur til að hafa gaman.

og ég syng

hilton í hádeginu og svo strax afur á kvöldin
trallalllalla lalllaall lallallaallla laaaaaaaaaa.....

(syngis við hið stórkostlega lag; súrmjólk í hádeginu og seriíós á kvöldinn)

þar til næst
ciao

No comments: