Jan 10, 2008

gleðilegt ár

það er nú ekki eins og ég hafi verið að drukna í verkefnum í jólafríinu og ekki haft tíma til að blogga - ég var hreinlega bara að drepast úr leti og nennti þessu ekki.

Brilljant jólafrí - frí frá 21. des til 3. janúar, algjör snilld. Auðvita gat maður nú ekki verið alveg í fríi og nauðsynlegt að hamast örlítið í tölvupósti og örðum smávægilegum verkefnum sem hægt var að sinna heiman að frá.

Jól og áramót gengu slysa og áfallalaust fyrir sig á mínu heimili. Eintóm kósýheit par excelanc eins og einhver söng hér um árið.

Hitti vini og vandamenn eins og lög gera ráð fyrir á þessum árstíma og svo voru nokkrar "frumsýningar" sem tókust svona líka ljómandi vel :-)

Nú er lífið að detta þetta venjulega og huggulega daglega líf aftur og mér líkar það bara askoti vel. Vinna vinna og vinna, leikfimi og allt hitt. Já og auðvita ferðalög eins og mér er von og vísa - helgarferð til Boston á döfinni fljótlega - snilld og hamingja.

þar til næst
ciao

No comments: