Jan 19, 2008

hef komist að því...

...að pilluátið á ekkert sérstaklega vel við mig. A.m.k. ekki þessar pillur sem ég tók í gær. Var hérna ansi high í gær af þeim - hef ákveðið að taka þetta ekki inn aftur.

Held mig hér eftir við parkódín og sambærileg efni :-)

í kvöld ætla ég að prófa að taka inn smá hvítvín og sleppa pillunum - það hefur e.t.v. ágætis áhrif, kemur í ljós.

Er að bíða eftir að örving komi heim úr bíó. Alveg merkilegt með hann og vini hans að þegar þeir fara í bíó þá tekur það frá hádegi fram á kvöld.
Dagurinn byrjar snemma - það tekur jú tíma að gela á sér hárið og fá hvert hár á höfðinu til að liggja "rétt" og fá greiðsluna rétta.
Svo þarf að taka strætó í kringluna og eyða hálfum deginum þar, fá sér að borða, kaupa nammi og mig grunar að kíkja í nokkrar búðir sem þá aðallega selja tölvuleiki og geisladiska. Jafnvel er líka verið að skoða stelpur - en ég fæ auðvita ekkert um það að vita. Ef ég spyr - þá er horft á mig eins og ég sé geimvera og sagt: "MAMMA - hvað er að þér".

Sýning á bíómynd dagsins hóft klukkan 18 - en þeir voru mættir í Kringluna klukkan 15 - er þetta eðlilegt???? Já líklega :-)

og nú er klukkan að verða hálf níu - og örving ekki kominn heim, en á leiðinni skilst mér

Ég ætla að fara að undirbúa hvítvínið og e.t.v. að klæðast einhverju öðru en náttfötum ! Tala nú ekki um þar sem ég ætla að skreppa í smá besög og fá félagsskap góðrar vinkonu - kennarinn á kafi í snjó í sveitinni að berjast við stífluð rör og kemur ekkert til byggða fyrr en á morgun!

Þar til næst
ciao

1 comment:

Anonymous said...

Mjög eðlilegt, það tekur tíma að sýna sig og sjá aðra :)

Þessi á horninu