Feb 21, 2006

sex and the city

eru snilldar þættir! Ohh hvað ég er glöð að skjár1 skuli vera að endursýna þá :-) Frábærir karaktera. Svei mér þá ef ég get ekki fundið eitthvað af sjálfri mér hjá þeim öllum. Gæran í mér lifnar alveg við þegar þættirnir byrja ;-) Nei, bara segi svona. But all the tricks I have learned - good and bad :-) og fræðst um Manolo Balhnik - wow, svoleiðis skó ætla ég að eignast. Hafði nú samt vit á því að hlaupa hratt fram hjá þeim verslunum á 5th ave í NY sem selja þá skó - ég hefði orðið mörgum mörgum 100 usd fátækari og jafnvel mörgum 1000 usd fátækari! But one day - they will be mine!

Any ways - ótrúlega undarlegur dagur í dag. Gamli er búinn að rugla ansi mikið síðustu dag og ég hef hann sterklega grunaðan um að úða í sig svefnpillum eins og þær séu smarties - nei, kannski ekki alveg. En engu að síður eru þær einu pillurnar sem hann hefur greiðan aðgang að, þ.e. þær eru ekki pakkaðar inn í mánaðarskammtinn sem er keyrður heim 1 x í mánuði! Vá, pælið í þessu - risa stór kassi með pillum keyrður hingað once a month.
En s.s. þá erum við feðgin frekar lík að eðlisfari og eitt af þeim einkennum sem einkenna okkur er að við erum MJÖG óþolinmóð. Þolinmæði er bara ekki til í okkar orðaforða eða í okkar orðabók. Og því held ég að ef hann sofnar ekki um leið og hann hefur kyngt pillubrotinu sem hann má taka á kvöldin þá bara næli hann sér í aðra og jafnvel eina til - það auðvita gengur ekki. Auðvita man hann ekki hvort eða hve mörg pillubrot hann er búinn að taka og þá kemur að ruglinu. Svefnlyf geta nefnilega haft ótrúlega sljóvgandi áhrif á fólk. Það var a.m.k. tekið í taumana í dag og þessu lyfi hent - annað fengið í staðin sem á að vera mun betra, kemur í ljós.

Mútta fór í ótrúlega skemmtilega tann-aðgerð. Askítans tannlæknirin hennar sem hefur verið að heimasmíða brýr upp í hana síðustu áratugi hefur bara sagað tennurnar af rótunum og skilið ræturnar eftir. Og nú árum og áratugum síðar þurftir að taka þetta drasl í burtu - sem betur fer áður en skaði varð af!

Og ótrúlegt en satt - rólegt í vinnunni. Ekkert stress, ekkert vesen, ekkert - já bara ekkert! Bara gaman eins og alltaf. Ég er alveg á því að ég vinn á einum skemmtilegasta vinnustað sem hægt er að vinna á - frábært fólk - frábært umhverfi - bara allt frábært!

Og nú er endursýningu kvöldsins á sex and the city að ljúka - sem og mér í kvöld!
Adios

p.s. ef einhver vill gleðja mig ótrúlega þá má sá/sú hinn sami gefa mér alla seríuna á DVD, já og Friends líka ;-)

2 comments:

Anonymous said...

Heyrðu, ég get glatt þig með því að geta LÁNAÐ þér bæði eina seríu af Sex & City (minnir sería 3) OG lánað þér fyrstu seríuna af Desperate Housewifes!!! Geri aðrir betur....

Tími sko ekki að GEFA frá mér það sem mér var gefið...you see... en, ÖLL af vilja gerð :o)

Knús

ebbath said...

love you tooooooooooo - það bjóða sko ekki allir svona vel