Feb 22, 2006

eru tannlæknar...

... vondir upp til hópa eða erum það við sjúklingarnir sem erum alveg vonlausir og heimsækjum þá allt of sjaldan???

Sennilega er þetta allt okkur að kenna - en mér fannst nú minn samt doldið mikið vondur í dag! Fór í seinni tímann í rótafyllingu, ohh men hvað það var vont. Samt deyfð í bak og fyrir. Minn tannlæknir má sko eiga það að hann er snilli þegar kemur að því að deyfa - finn aldrei fyrir neinu :-)

En þegar askotans deyfingin fór að fara úr þá blossaði upp þessi líka ótrúlega skemmtilegi verkur. Tanni var búinn að segja við mig að ég gæti orðið aðeins "aum" - huhh, ætli hann hafi aldrei farið í svona sjálfur???? Ég var sko anski mikið meira en aum - varð óvinnufær, lufsaðist úr vinnunni - neyddist til að koma við í Hagkaup og versla eitthvað að borða fyrir lasarusana heima. Það hefur aldrei verið jafn sársaukafullt að fara í gegnum Hagkaup - þó að undir venjulegum kringumstæðum þá taki ég út fyrir að fara í þessa askotans búð.

Komst þó heim - varð ótrúlega glöð þegar ég sá pakka af parkódín forte liggjandi á borði bókstaflega bíðandi eftir mér :-) (svona er að búa í apóteki og vera hálfgerð sjúkrastofnun - alltaf nóg að pillum). Og hef verið næstum því slefandi síðan :-/ svona lyf fara ekkert sérstaklega vel í mína - en þetta er bara það eina sem slær á svona verk! Tók góðan bjútíblund og vaknaði ekkert smá falleg :-)

Tók svo til við enn meiri bjútíverk í kvöld og er sann kölluð fegurðardís eftir afrakstur kvöldsins!!!

Well - þá er það Sex and the City - sí ya later :-)

2 comments:

Anonymous said...

Þú hlýtur að vera orðin algjör bjútíbolla :-)

ebbath said...

það er bannað að skilja eftir komment og segja ekki til sín!!!!
En já auðvita er ég algjör bjútíbolla - nema hvað :-)