Feb 15, 2006

Miðvikudagur

Þá er enn og aftur komin miðvikudagur sem þýðir að helgin verður komin og farin áður en ég næ að snúa mér við. En svona er þetta bara - ég ræð víst engu um þetta.

Svo sem nóg framundan.

Kaffiboð í kvöld hjá konunni í Grafarholtinu - hún er svo hrikalega myndarleg húsmóðir og klár í hnallþórunum að ég hlakka mikið mikið til að setjast niður með kaffibolla og eitthvað gott að maula með. Enda sagði hún mér í gær að hún ætlaði að hætta að vinna á hádegi í dag til að fara heim og baka fyrir okkur kellingarnar! (ekki satt ;-)

Á laugardagskvöldið ætlar "skerjó" hópurinn að bregða undir sig betri fætinum og fara út að borða. Hlakka líka til að fara með þeim á smá skrens - orðið allt of langt síðan síðast með þeim!

Annars er það helst í fréttum að heiman að erfinginn missti tönn í gær og gleymdi að setja hana undir koddann - eða kannski bara gleymdi hann að segja mér að hann ætlaði að setja tönnina undir koddann til að testa þetta með tannálfinn. Hann er eflaust alveg með það á hreinu að tannálfskvikindið er ekki til. En samt - ég er lásý mamma að hafa klikkað á þessu!
Svo líður að Akureyraferð erfingjans. Mamman ætlar nú að bregða undir sig betri fætinum og fljúga norður til að hvetja drenginn og hans félaga í KR til dáða á Goðamótinu.

Þar til næst

1 comment:

Anonymous said...

Eins gott maður standi undir væntingum með kökurnar maður :-)

Birna