Feb 20, 2006

ætli það sé ekki kominn tími til að

... horfast í augu við að ég hef bara ekki úthald til að djamma eins og 19 ára! Það er hér með opinbert að ég er komin í frí frá öllu sem heitir djamm þar til annað verðu tilkynnt :-)

Annars var þetta hrikalega skemmtileg helgi, bæði kvöldin. Gaman að doktorsneminn skyldi koma með í partý, held meira að segja að henni hafi ekki fundist mjög leiðinlegt ;-)

Fyndnasta atriði helgarinnar var samt í gærkvöldi þegar ég fékk sms rúmlega 10, rumskaði eitthvað við það og teygði mig í símann og sofnaði á meðan ég var að pikka inn svarið - vaknaði svo með símann í hendinni klukkan 3 í nótt - ég hefði kannski átt að ýta á send þá - hahaha!
Kannski var þetta svona "you had to be there" atriði - veit ekki, en mér fanst það bráð fyndið!

Tíminn heldur áfram að fljúga áfram og nú líður að óðum að hrynu afmæla. Hinir og þessir, vinir og vandamenn, mamma og síðast en ekki síst ÉG :-)

En askotans bömmer að það sé búið að skýra trygginafélag í höfuðuð á mér - stöðug verið að auglýsa að ég sé bara á netinu og sé ekki til vandræða - hahah, þeir sem þekkja mig vita að ég er stöðugt til vandræða!

En þar til næst... ciao

No comments: