Feb 27, 2006

enn ein vikan byrjuð

mánudagur enn og aftur. Ég fæ bókstaflega ekki leið á því að velta mér upp úr því hvað tíminn líður hrikalega hratt. Ekki á morgun heldur hinn er kominn mars-mánuður. Ótrúlegt alveg. Svo mætti næstum því halda að það væri komið vor a.m.k. viðrar eins og maí mánuður sé kominn. Erfinginn er alveg á því að það sé komið vor og sumarið bara rétt hinum megin við hornið. Honum brá ótrúlega þegar ég sagði honum að það gæti alveg farið að snjóa og allt farið á kaf á einni nóttu :-/

Lífið annars bara nokkuð ljúft. Helgin fín.

Ég er hætt að segjast vera hætt að fara út á lífið. Skoðaði mig aðeins um í miðbænum eftir útskriftina hjá meistaranum í mannauðsstjórnun. Kom við á Tapas með Kjötsúpunni og fékk mér "surprice" tapas - mmmm, hrikalega gott. hélt reyndar að ég hefði bara panntað humar og naut en það slæddust með nokkrir aðrir góðir - þá var þetta s.s. eitthvað surprice dæmi! Já og auðvita teiguðum við hvítt með :-) Litum inn á Thorvaldsen, Ölstofuna og Rex - jakk, þetta er alltaf sama súpan og sama fólkið! Frú Seljahverfi var líka á ballskónum og hitti okkur. Hún bauð svo í kynnisferð á GrandRokk - what a búlla! Það hékk þó á barstól Huldumaðurinn - ég þekkti hann nú ekki í fyrstu en svo rann upp ljós :-)
En það var hrikalega gaman - hitti fínu konuna úr ofanleitinu á Rex og það var sko alveg hægt að hlægja með henni as always :-) Hélt að klukkan væri rúmlega 3 þegar ég kom heim en neiiiiiiiiiiiibbbsss - hún var rúmlega 5 - well, times flyes when you are having fun eins og einhver sagði.

Skveraði mér svo með erfingjann í afmæli hjá Hrafnhildi Birnudóttur - þvílíkar kökur og kræsingar. Bragðið af súkkulaðikökunni góðu er enn í fersku minni. Takk Börní - mega kaka alveg sem og allt hitt :-)
Erfinginn kættist mikið yfir enska bikarnum um hlegina - hans menn unnu! Tóm gleði.
Ekki alveg jafn mikil gleði yfir tónmenntarverkefni sem hangir yfir hausamótunum á honum en gleðin tók aftur völdin í dag þegar hann fattaði að það er frí á miðvikudaginn og hann fær gálgafrest til föstudags.

Annars annasamar vikur framundan bæði í vinnu og einkalífi. Aðallega samt vinnu - líklega verður ekkert einkalíf. Svo sem ekki eins og maður eigi mikið svoleiðis hvort eð er þannig að ég lifi það af.
Ef einhver veit um það sem ég er að leita að þá má viðkomandi láta mig vita!

en þar til næst
ciao

No comments: