Mar 2, 2006

Ulrich dagur á morgun

staður - hótel nordica @ 1300 hour - langur dagur framundan og eflaust skemmtilegur líka. Sá reyndar að líklega þarf ég að horfast í augu við an asshole from the past - well, auðvita hræðist ég ekkert og mun takast á við það eins og mér einni er lagið :-)

Tók ákvörðun í dag - ætla að byrja að hitta Goran 3 í viku frá og með næstu viku í a.m.k. 4 vikur. Hittumst á morgun og setjum niður prógram - grrrrrrrr - það verður gaman :-)

Í gær - sprengidagur. Namm, namm baunasúpan hennar mömmu - slurrrrppppp. Ég held ég hafi étið mér til óbóta af þessari súpu, fór a.m.k í "feitu" gallabuxunum í vinnuna í dag, þær sem höfðu algjörlega verið teknar úr umferð. Á matseðli kvöldsins var salat með túnfisk og kotasælu - algjört prótín búst og eintóm hollusta.

í dag - öskudagur. Erfinginn fékk að fara með vinum sínum í bæinn, einn í strætó. Engin mamma til að súpervæsa. Ég var alveg á léttu tremma í símanum við erfingjan í tíma og ótíma. Fattaði að í öllu stressinu í morgun að ég hafði gleymt að ræða hvenær hann ætti að koma heim. Eitt símtalið var á þessa leið:

ég: hæ elskan, hafið þið félagar eitthvað rætt um hvað þið ætlið að vera lengi?

erfinginn: ha, við, nei - það held ég ekki. Er það eitthvað sem skiptir máli? ha?

ég: já það skiptir nú smá máli, þið getið ekki verið í bænum í allan dag. Villtu spyrja Sigga hvenær hann á að koma heim?

erfinginn: já já - bíddu (svo heyrist kallað Siggi, Siggi - hvænær átt þú að koma heim? Siggi svarar; ha, koma heim? ég veit það ekki - ætli við komum ekki heim svona fimm, fjögur eða eitthvað)

ég: (súpandi hveljur í símann) nei elskan það gengur ekki - þið verðið ekki í bænum í allan dag. Hringjumst á klukkan 12 - ha, ertu til í það? Ekki gleyma svo símanum heima hjá Sigga - gerðu það eskan, mundu eftir símanum.

erfinginn: já mamma - hringi í þig einhverntímann í dag og ég skal passa símann :-)
....... símtal búið!

Þessi elska - hann er svo mikill sauður og þá ekki beint forystu-sauður. Hann bara hleypur á eftir hjörðinni - elska hann samt út af lífinu og finnst hann dásamlegur í alla staði!

Annað samtal sem átti sér stað í bílnum þegar ég var að keyra hann til Sigga í morgun.

ég: eitt sem ég var að spá í elskan

erfinginn: jáááá mammmma

ég: sko, ef þú sko kannski myndir tína strákunum í bænum ertu þá alveg viss um að þú vitir hvar þú átt að taka strætó heim og númer hvað?

erfinginn: ha - taka strætó heim, ja er það ekki einhversstaðar niðri í bæ? Æj, já er það ekki eitthvað torgið eða eitthvað svoleiðis???

ég sauð hveljur - ekki í fyrsta né síðasta sinn í dag. Stoppaði bílinn og hleypti honum út heima hjá Sigga og lá á bæn alla leiðina eftir Hringbraut og Mikklubraut um að barnið myndi ekki tína strákunum í bænum. Það gerðist ekki - hann komst heim, alsæll með fullt af nammi og dóti í poka.

jæja - nú er kominn háttatími

þar til næst - ciao

No comments: