Mar 22, 2006

að telja fram..

...til skatts er að verða tímaskekkja. Árið 2006 þar sem nánast allt er orðið forskráð og upplýsingar rafræna.
Ég hlakka til þess dags þegar ekki þarf lengur að sitja yfir þessari gleði! Sem betur fer er þetta nú orðið ansi þægilegt og sama og engin vinna við þetta. En skemmtilegt er þetta ekki - það er alveg nokkuð ljóst.

Bara mátti til með að koma þessu á framfæri.

Eins og ég hef tjáð mig um áður þá bara verð ég að ítreka þá skoðun mína að tíminn líður allt of fljótt.
Eftir 3 daga verð ég 34 ára gömul - grááááááááát! Það er svo sem ekkert svo mjög hræðilegur aldur en samt. Það þýðir að ég verð 35 ára eftir ár :-/

Tek þessu nú samt alveg með jafnaðargeði - en engu að síður er þetta að fara í pirrurnar á mér. Mér líður ekki 34 ára, mér finnst ég ekki líta út fyrir að vera 34 ára.
Kannki er það bara það að þegar maður stendur á einhverjum svona tímamótum þá fer maður að hugsa og það kann ekki að lofa góðu að hugsa of mikið.
Þegar ég lít til baka um kannski 15 ár og spá í hvað maður hugsaði þá þegar maður reyndi að ímynda sér hvar og hvernig maður væri staddur eftir 15 ár.

Og ohhh my god hvað ég er langt frá þeim stað sem ég ætlaði mér að vera á. Ekki misskilja mig - ég er mjög sátt við hvernig líf mitt er í dag. Ég hef afrekað eitt og annað sem ég ætlaði mér annað bíður betir tíma.
Stolltust er ég auðvita af erfingjanum - hann er yndi. Næst á eftir kemur háskólaprófið mitt - ég er ótrúlega ánægð að hafa klárað það. Svo eru aðrir hlutir sem maður er líka stolltur af og enn aðrir sem maður er ekki stolltur af - ætla ekkert að telja þá upp hér!
Þegar á heildina er litið þá er ég bara nokkuð sátt við lífið og tilveruna í dag. Þakklát fyrir það sem ég hef og á og það er meira en margur annar hefur og á.

Vá - maður er bara orðin sentimental - hehehehe

Vandamál sem ég er að reyna að leysa þessa dagana - hvað á að gefa mömmu í afmælisgjöf. Hvað gefur maður aldraðri móður sinni sem á allt og kaupir sér allt sem hana langar í?
Læt erfingann í málið með mér - hann fær oft góðar hugmyndir, well - ég finn eitthvað. Ef í harðbakkann slær - kertastjaki? Nóg til af þeim hér - en það má alltaf bæta við ;-)

þar til næst
Ciao

No comments: