Mar 16, 2006

nokkrar mínútur..

... í föstudag - jibbý!

Það er algjörlega kýr-skýrt að þessi helgi verður ekki eins og sú síðasta sem eytt var í bæli með kvef, hita og hor.

Skattagleði annað kvöld - well, hver veit - gæti orðið gaman líka ;-)

Laugardagur - kampavín, hálsmen og háir hælar, say no more! Komin með hælana og hálsmenið (men hvað það er huggulegt) Skundaði í kringluna í kvöld og fjárfesti í hálsmeni sem er BARA hipp & cool. Það mun vera alveg öruggt að það verður notað oftar en 15 sinnum og þá er það búið að borga sig upp. (Heimild: Hagfræði kaupaóðrar konu).

Þetta boð mun klæða mig ótrúlega vel - ekki nokkur spurning um það!

Merkilegur dagur á morgun - erfinginn fer í klippingu - það er eitthvað sem gerist því miður allt of sjaldan, krúttið er orðin eins og kelling. Hann hefur sínar meiningar um það hvar er smart að fara í klippingu og hvar er ekki smart að fara í klippingu - hann velur Center as the mother. Ohh boy - hann fer að vilja diesel gallabuxur og puma skó. (auðvita á hann svoleiðis - en enn óumbeðið)

Frú Grafarholt - ef þú lest þetta þá er ég á þeirri skoðun að það eigi að vera þema í gangi þegar að kvennasamkundan á að vera í holtinu! Hugmyndir - svart og hvítt, gamalt - nýtt, andstæður - þú og ég! Nei, djók - munið þið ekki eftir hljómsveitinni Módel - hahahahah. (smá useless infó - fyrsti geilsadiskurinn sem ég eignaðist var með þeirri hljómsveit!)
En að öllu gamni slepptu þá finnst mér að það eigi að vera þema - en hvaða þema, well það er nægur tími til að finna það út.

Samkvæmislíf er erfitt líf - föt, föt, föt, föt - mér finnst ég aldrei eiga nóg af fötum og vill sífellt meira. Mikill vill meira - eða þannig.

Núna - þreyttar táslur vilja fara að sofa - ég er sammála þeim :-)

Nokkrar mínútur voru í föstudaginn þegar ég byrjaði að pikka inn þetta taut mitt - nú er kominn föstudagur.
Gleðilegan föstudag

þar til næst
Ciao

1 comment:

Anonymous said...

Alveg sammála þér með þemað, hvað bara með breakdans-súludans maður má velja hahahaha. En að öllu gríni slepptu líst mér vel á. Nú er bara að leggja hugann í bleyti!! Eða segir maður það kannski ekki hahaha.

Kv. Frú Grafarholt