Nov 16, 2006

hef ákveðið...

... að hætta að setja út á fólk sem býr í úthverfum! Hætta að kalla vinin mína úthverfa-pakk. Þetta eru soddan gæðasálir að það er ekki annað hægt en að elska þetta í botn :-)

Já talandi um botn eða bara botna - frúin í breiðholti hún er með botn-hitara í sínum vísitölufjölskyldubíl - brilljant tæki í þessum kulda!!!! Skyldi gengið í grafarholtinu vera með svoleiðis í sínum nýja vísitölubíl?

Annars hefur ég röflað um kuldann síðustu dag og ég held ótrauð áfram. Þessi kuldi er að ganga frá mér. Vöðvabólgan mín sem hefur verið til friðs síðustu mánuði (þökk sé nordica-spa) er farin að láta á sér kræla og það hressilega. Er gjörsamlega að drepast í öxlunum - illt í hausnum stöðugt og ef vel er að gáð þá sé ég litla svarta depla þegar ég er sem verst. Er búin að pannta mér tíma hjá doksa og ætla að væla út einn skammt af voltarin - bara svona aðeins til að hjálpa. Ég er ekki vön að væla út pillur, ja líklega þarf ég ekki að væla þær út :-)

Næst á dagskrá - halda áfram að vinna!!!

later gater

p.s. það er víst dagur íslenskrar tungu í dag, ég tók þátt í getraun hér í vinnunni og ælta að vinna - fullt fullt af bókum :-) En í tilefni dagsins - lítið fram hjá slettum og örðum óföguði!

2 comments:

Anonymous said...

Ég held að fólkið í Grafarholtinu sé ekki eins glamor eins og við í 109( Eða við sem stykjum toyota ).
Annars verð ég að passa mig að tala ekki of mikið ef að dagur íslenkra tungu, því að tungan flækist stundum hjá mér, kannski oft.

Kveðja 109

Anonymous said...

Við í Grafarholtinu erum ekki með botnhitara í franska undrinu okkar hahaha. Og við í Grafarholtinu erum ekki búin að baka 4-5 sortir. Úffff maður verður sem sagt að fara að hrista af sér slenið til að halda í við Frú 109 :-)

Kv. Frú 113