Nov 19, 2006

og þá kom snjórinn

með stæl!

Ég og örving áttum frábæran dag í gær :-) fórum saman í bæinn, á kaffihús með vinum, í vinnuna til mín, aftur í bæinn og kringluna. Tókum svo ákvörðun um að fara og fá okkur eitthvað gott í gogginn og svo í bíó.

Skelltum okkur í Smáralind um klukkan 18 til að kaupa miða í bíó - en nei, það var uppselt á James Bond þar. Við tættum í Regnbogan og fengum þar miða á hálf níu sýninguna. Snæddum á þeim stórkostlega veitingastað Hróa Hetti við Hringbraut. Skít sæmileg pizza og fleira þar á boðstólum.
Svo var komið að því - James Bond í bíó. Snilldar mynd
Daniel Craig er bara flottur Bond, ef ekki einn sá flottasti yet :-) Sætur, sexy og hættulegur - hvað vill maður sjá meira hjá karlmanni????
Þegar við vorum á heimleið þegar nálgast fór miðnætti þá voru c.a. 5 snjókorn fjúkandi um Reykjavík.
Þegar við vöknuðum í morgun um klukkan 8 þá voru þau orðin 5 skrilljón biljón biljon skrilljón - eða jafnvel fleiri!

Mér gjörsamlega féllust hendur þegar ég leit út á bílastæðið - sá varla í jepplinginn eða í garðinn. Skellti mér bara í múnbústs og dúnúlpu og arkaði út í búð og náði í tvær myndir og fullt af Sviss miss. Kom mér svo makindalega fyrir undir teppi í sófanum og var þar í ALLAN dag :-)

Mokstu hófst um 18:30 og var lokið að verða 19:30 - ekki alveg klukkutími, en samt ágætis líkamsrækt. Ég hætti a.m.k. að hafa móral yfir því að hafa ekki skellt mér á nordica í dag þegar mokstri var lokið.

Í kvöld - Commander in Cief og Örninn - uppáhalds sjónvarpþættirnir - uppi í sófa í lopasokkum undir teppi (já og aðeins fleiri fötum)

Svo liggur maður bara á bæn um að snjórinn sem ég mokaði áðan fjúki ekki aftur þangað sem ég mokaði honum í burtu í nótt! Það væri nú alveg my luck eins og maður segir :-)

þar til næst
ciao

No comments: