Nov 28, 2006

updeit

ég nenni engu þessa dagana og allra síst að blogga! En verður maður ekki??? Ekki má maður bregðast aðdáendum sem líta hér við daglega :-)

Helgin gekk ljómandi vel. Jólahlaðborð HR var algjör snilld! Geggjaður matur og frábær félagsskapur - tjútt og stuð fram á nótt. En ekki of lengi því ég var auðvita mætt upp í HR klukkan rúmlega 15 daginn eftir til að taka á móti skvísunum :-)

Hittums í hvítvín, brunuðum svo í Bláa Lónið og fengum nudd - vá, mæli svo sannarlega með nuddinu þar.
Allir heim til Huldu. Þar voru settar upp hárkollur. Geggjaður matur og mikið spjallað og hlegið fram á nótt.
Frábært - eins og alltaf með þessum elskum.

Á sunnudagskvöldið var svo sköpunargleðin alsráðandi. Framleiddi hurðakrans og aðventukrans heima hjá Hörpu undir leiðsöng tveggja blómaskreytingakvenna - snilldar skvísur sem vissu alveg hvað þær voru að gera.
Skemmtilegur félagsskapur í sköpuninni - en við söknuðum þeirra sem ekki komust.
Ég skelli inn myndum af dýrðinni við hið fyrsta tækifæri.

En enn að drattast á nordica - áfram húrra fyrir mér!

þar til næst
ciao

1 comment:

Anonymous said...

Húrra fyrir "drattinu" (hvað svo sem felst í því....) - ekki gefast upp þrátt fyrir aumt hné, bara lyfta meira og meira og meira!

Fulla ferð!

Þessi á horninu