Nov 15, 2006

vegna kuldans...

...síðustu daga datt mér í hug að flytjast búferlum til Afríku til að studna sebrahesta búskap - þar er alltaf hlýtt. En kannski eru sebrahestar bara ekkert skemmtilegar skepnur sem og erfitt var með flug til Afríku í gær svo ég hætti við.

Næsta skref var að fara í Kringluna í hádeginu í dag og kaupa mér peysu af því að mér er alltaf kalt - nei nei, fann ekki eina einustu peysu þar sem mig langaði að eyða peningum eins og mér finnst gaman að eyða peningum :-/

Þá er næsta ráð að skella sér í Skátabúðina og kaupa eins og tvo svefnpoka og athug hvort að konan í 109 getur sniðið þá saman og gert að hlýjum útigalla :-// Nei - líklega ekki smart!

Vera heima undir sæng með ofnana á fullum styrk?? Veit ekki - það eina sem ég veit núna er að mér er KALT!!!

Þar til næst
kulda-kveðjur


2 comments:

Anonymous said...

Við í 109 verslum ekki við skátabúðina, þar sem við þurfum ekki á vetrafatnaði að halda. Alltaf sól og sumar hér!!!!!!!!

Anonymous said...

Hehe,
bara flytja hingað suður, alltaf betra veður hér en á frónni! Var um 20 + í dag.
Ef ekki þá bara að fara í Náttúrulækningabúðina og fjárfesta sér í loðbrók ;-)
kv
lou