May 30, 2008

í dag klukkan 17:00

gekk ég út úr vinnunni og mun ekki snúa aftur til vinnu fyrr en 16. júní. Ég er sem sagt komin í sumarfrí næstu 16 dagana :-)

annar mile stone í lífinu fjölskyldunnar - örving lauk sínum síðasta skóladegi í Melaskóla í dag. Smá forskot á skólalok hjá honum, skólanum verður ekki slitið fyrr en á miðvikudag í næstu viku - ennnnnnnnn við leggjum í ferðina okkar á sunnudaginn svo að hann getur ekki verið í tveimur löndum í einu eins og gefur að skilja.

Kennarinn fór í gær - hefur það gaman í Berlín með kennaragenginu.

Við tókum loksins ákvörðun með svefnstaði - ákváðum að panta ekki neitt nema í Berlín - svo Harpa það gæti alveg orðið gististaðakrísa! Ég mun samt hafa heilræði þitt í huga og reyna mitt besta.

Kannski að maður nái að henda inn einhverju skemmtisögum úr ferðalaginu ef að tékkar og slóvenar eru netvæddar þjóðir! Tölvan verðu ekki með í för - sjáum hverju ég nenni :-)

þar til næst
ciao

1 comment:

Anonymous said...

Hafðu það sem allra best í fríinu Ebba mín.
Kveðja Magga (sem fer í frí á mánudaginn) :)