May 7, 2008

þetta er allt að koma...

...ekki satt!

Rigning er góð fyrir gróðurinn - ég a.m.k. tel mér trú um það. Hef heyrt frá fróðustu veðurspámönnum að þessi maí mánuður eigi að verða sá hlýjasti í manna minnum - ég ætla rétt að vona að hann verði ekki líka sá votasti. Golfsettið bíður og bíður - það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að slá marga bolta í Básum og á öðrum æfingasvæðum, nú vill maður bara komast út á völl og ekkert mehee með það.

Golfkerlingarnar að vakna úr dvala - verið að skipuleggja grimmt sumarið. Þetta verður bara gaman.

Stendur til að þræla örving og hans crime partner í sveit - munum eflaust nota þá óspart í skítverkin, sérstaklega ef að veður verður vont! hahaha - nei, við erum ekki með þrælabúðir fyrir börn, en þeir munu hafa gott af því að taka aðeins til hendinni.

Forvarnarfundur fyrir foreldra barna í 7. bekk í meló var í gær - ég gekk þunglynd út af fundinum með hrylling í huga að eiga svona fyrirbæri sem er að verða unglingur - þetta eru hin skelfilegustu fyrirbæri skildist mér á fundinum eða þannig. Þetta var óþarflega neikvæ umræða sem átti sér stað þarna - hefði alveg mátt draga fram það jákvæða og skemmtilega við það að vera unglingaforeldri.

þar til næst
ciao

No comments: