May 23, 2008

styttist og styttist...

...í fríið.

Það mætti halda að ég væri með þetta á heilanum, já ég er með þetta frí á heilanum. Langþráð frí.

Erum enn ekki búin að festa okkur hótel í Prag. En við erum samt búin að eyða nánast hverju kvöldi í nokkrar vikur að skoða hótel í Prag á mörgum mismunandi hótelbókunarsíðum á netinu. Ætli við séum ekki búin að skoða öll hótelin oft - en einhverra hluta vegna þá munum við illa nöfnin á hótelunum og erum alltaf að uppgvöta ný og ný hótel, ja alveg þar til við förum að skoða myndir af hótelinu og herbergjunum, þá allt í einu kveikjum við á perunni - við erum búina að spá í þetta hótel áður, oft áður.

Spurning um að fara að taka ákvörðun - hmmm.

annar allt í gleði
þar til næst
ciao

2 comments:

Anonymous said...

Hafið það gott í fríinu Ebba mín !!

Anonymous said...

Sendi ykkur hlýjar ferðakveðjur og vona að allir fái að hlusta á sína mússík í bílnum. Ekki lenda í "gistináttakrísu" (þegar tíminn frá kl. ca. 16 og fram á kvöld fer í að skipuleggja hvar á að gista næstu nótt) - hef prófað það á ferðum með mínum heittelskaða). Kv. Harpa