May 13, 2008

og meira um...

... örving og það að hann er að verða svo fullorðins eitthvað.

Í dag er ég að fara á fund í Hagaskóla fyrir foreldra nemenda í 8. bekk næsta vetur - fjúfffffffffff, það er fullorðins!

Ég man þegar ég byrjaði í hagaskóla haustið 85 - vá, hvað mér fanst ég og vinkonur mínar vera fullorðnar. Við vissum allt, kunnum allt og gátum allt - sérstaklega að vera pæjur. Maður var með maskarann og glossið á lofti allan daginn (eða þannig).

Um daginn var ég svo að gramsa í skúffum heima og fann - fermingarmynd af mér og vinkonunum og ég get sko sagt það með góðri samvisku að við vorum laaaangt frá því að vera fullorðnar (skal láta skanna hana inn og smella henni hér inn við tækifæri)

En örving er s.s. komin á þennan stað í lífnu sem ég var á fyrir 23 árum síðan - mér finst eins og þetta hafi verið í gær :-)


þar til næst
ciao

No comments: