
Og já við fórum í skemmtilega dagsferð um suðurlandið - fengum eðalgott veður, skoðuðum Seljalandsfoss og Skógarfoss þar sem þessi mynd var tekin, en á henni má sjá örving og guðföðurinn. Skelltum okkur í sveittan vegaborgara í Vík (Mýk í Vírdal eins og sumir vilja kalla þetta) og enduðum daginn á veitingastaðnum Við Fjöruborðið á Stokkseyri - namm namm namm, átum þar humar í tonna tali (eða þannig)
Já - ég gleymi einu. Hin æsispennandi trivialkeppni sem fram fór síðasta laugardag með úthverfafólkinu. Það tekur því nú varla að nefna það að undirrituð fór með sigur af hólmi - enda ekki við öðru að búast :-)
Segi nú bara Desperate Houswifes................. og allt það!
5 comments:
Ég held að verðandi frúin í holtinu sé núna að lesa trivial-spuringar fyrir næstu keppni. Ég hefði kannski átt að geyma kassan svo að sumir svindla ekki,,,,,,,,,,,,, hahahahahahah
Kveðja 901
iss - við reddum bara nýjum spuringum fyrir næstu leika. Ég á t.d. kassa með spurningum sem voru gefnar út aukalega á milli þess sem spilið var endurnýjað - þær eru í svakalega fínum gulum kassa :-)
kv. sú klára!
Ég mæli með að breska útgáfan mín með fótboltaspurningunum verði notuð næst. Þá á ég kannski séns í ykkur. En leiðin liggur bara uppá við núna hjá mér eins og hinum KR-ingunum :-)
Sú sem fékk eina köku.
Þið reynið alltaf að komast auðveldusuleiðina út úr spilinu, fotboltasp eða sp. í gulum kassa!!!!!!!!
Bara vera eins og ég, jafn góð í öllu.
Kveðja 901
já - ef allir væru eins og þú elsku úthverfahyskiskellingin mín þá væri heimurinn betri!
Post a Comment