Jun 28, 2007

golf manía...

.... eða þannig :-)

Hélt að ég ætti ekki eftir að finna mig í einhverju sporti svona á gamalsaldri - en vá hvað mér finnst þetta gaman!

Sumir myndu e.t.v. ekki telja þetta sport - en hey, reynið að rökræða við Tiger Woods um það.

Held mér sé alveg óhætt að segja að ég á samt enn langt í land, æfingin skapar meistarann, róm var ekki byggð á einum degi etc. Planið er bara að æfa sig oft og vel. Er búin að sjá að það skilar árangri!

Skrapp með æfingafélögum mínum í gær - auðvita fórum við í miðvikudagskennsluna eins og við höfum gert síðustu miðvikudaga hjá honum Magnúsi. Magnús, hann sá framför - meira hjá sumum en öðrum :-)
Skelltum okkur svo á Ljúflinginn eftir höggæfingar og fórum hring. Þá upphófust nú vandræði skörungsins fyrir alvöru. Ég sem hélt að ég væri orðin svo askoti höggföst og með fína sveiflu - ó nei aldeilis ekki. Kúlan fór á alla aðra staði en hún átti að fara, nánast alltaf :-/ Út í móa, lá í jaðrinum á teignum og já líka út í hraun. Það er sko ekkert grín að ná golfkúlu úr hrauni og inn á teig þegar maður er að stíga sín fyrstu spor á golfvelli. En allt tókst þetta nú að lokum - holur voru farnar allt frá 5 og upp í 14 höggum.

Við gáfumst þó upp þegar þeirri sjöundu var lokuð (Ljúflingur er 9 holu völlur). Það var hópur af kerlingum, já ég segi KELLINGUM á undan okkur - 5 í holli og þær slóu nú í austur og vestur. Ég sá það að ég var bara helvíti góð miðað við þær. Já og klæðnaðurinn - gallabuxur og hælaskór! Ég meina, vá - hælaskór á golfvelli (já og gallabuxur). Hver heilvita maður veit nú betur svo ég verð að leyfa mér að efast um greind þessara kvenna. Já og svo stóðu þær alltaf á brautinni sem við vorum að reyna við! GARGGGGGGGG

Þetta gekk alveg fram af okkur Önnu Millen og við ákváðum að pakka settin niður og segja þessu lokið í bili. En ætlum að mæta galvaskar til leiks um helgina og bæta okkur enn frekar.

Þar til næst
Ciao

p.s. - er alveg að detta í sumarfríið :-)

No comments: