Jun 6, 2007

Selfoss

er smábær, luralegur smábær en þó er stundum gaman að koma þangað. Samt ekki tvisvar sama daginn - það er nokkuð ljóst!

Örving og félagar fóru þangað í keppnisferð, gekk ferðin ekki sem skyldi og fóru þeir heldur lúpulegir upp í rútu sem keyrði þá í Vesturbæinn. Þegar þangað var komið og ég móðirin mætt að sækja drenginn spurði hann mig hvort ég hefði ekki tekið fötin sín úr búiningsklefanum - hmmmmmmmm, nei, ég legg það nú ekki í vana minn að vaða inn í búiningsklefa hjá syninum og hirða upp fötin hans þar sem ég geri ráð fyrir að hann klæði sig í þau. Það var víst ekki svo í þessu tilfelli svo að ég mátti gjöra svo vel að bregða mér aftur í þennan luralega smábæ og sækja góssið - það má fylgja sögunni að ég var MJÖG snögg í för!

þar til næst

No comments: