Oct 27, 2006

síðasta helgi -vikan - dagurinn - læknavaktin - bráðamóttaka

Síðasta helgi var frábær! Fékk hér góða gesti í mat síðasta laugardag. Veislan gekk alveg brilljant, frábært félagsskapur og maturinn tókst svona líka ljómandi vel :-) Stefán yfirsósugerðarmaður var mér innan handar og bjó til þessa líka ljúffengustu sósu - takk fyrir hjálpina :-))
Vínið bragðaðist frábærlega - allar tegundir!!

Takk fyrir komuna krakka - þið voruð frábær :-)

Svo tók bara annasöm vika við, nóg að gera í vinnunni eins og áður og alltaf jafn gaman. Veit ekkert betra en þegar nóg er að gera og allt í fullu swingi!

Gærdagurinn og dagurinn í dag voru doldið heví en ekkert sem venjulegt fólk ræður ekki við!

Örving fékk brjálæðislegan magaverk í Smáralind í gærkvöldi (fimmtudag) - ég sagði honum nú bara að harka þetta af sér, væri líklega bara skítastingur. En svo kom nóttin og ekki tók við mikil hvíld - vöktum saman í verkjaköstum. Sofnuðum svo undir morgun og örving fór ekki í skólann.
Örving versnaði og versnaði af verkjum eftir því sem leið á daginn - þegar ég kom heim úr Laugum eftir nudd og dekur með Ástunni minni þá leist mér ekkert á drenginn. Skellti mér með hann á læknavaktina.
Greyið mitt emjaði af vekjum á leiðinni og rétt komst inn í húsið. Læknirinn tók strax á móti okkur og leist ekki vel á stubb - taldi þarna botlangabólgu á ferð og sendi okkur sem leið lá niður á bráðamóttöku barnaspítala - hann fékk meira að segja ferð í hjólastól út í bíl frá læknavaktinni þar sem hann gat varla gengið fyrir verkjum.

Við komum svo á barnaspítalann og þá var drengur alveg frá af verkjum og læknalið kallað út - nánast farið að undirbúa hann fyrir uppskurð. Ennnnn þá brá af kauða og verkirnir linuðust - ákveðið var að bíða til morguns og senda okkur heim í bili. Við eigum svo að mæta 9 í fyrramálið til að endurmeta stöðuna, þ.e. ef hann verður enn með þessa verki.

Sem betur fer endaði þetta vel í kvöld - ég vona bara að þetta endi ekki í botlangaskurði!
Vonum það besta

later

No comments: