Oct 16, 2006

og enn eina ferðina...

...mánudagur!

Af afrekum helgarinnar:

Ekki mörg né mikil en og þó samt eitthvað!

Föstudagsrannsókn:
Ég og Kriss gerðum rannsókn á því hvað mikið af Reyka vodka við gætum drukkið án þess að drepast.
Niðurstöður: einn líter saman! Kilikkun - ég veit :-)

Laugardagsrannsókn:
Myndir Capote
Niðurstöður:
Snilldar góð mynd - en doldið hæg á köflum!

Sunnudagsrannsókn:
Reyndi að elda mat fyrir 10 manns og fór í bíó að sjá The Queen - nöfnu mína ;-)
Niðurstöður:
Gekk stórslysalaust að elda - fyrir utan sveppasósuna sem brann föst við pottinn, nú er míní útgáfa af ódáðarhrauni fast við botninn á fína fína IKEA pottinum mínum!!! Ég sem ætlaði ekki að fara í þetta nýja IKEA flæmi ever - but a girl got tú dú what a girl has to dú!
Bíóferð - snilldar mynd, Helen Mirren fer á kostum sem nafna mín á erfiðum tíma hjá bresku konungsfjölskyldunni.
Ennnnnnnnnn - það eru sko ekki allir sem geta gert það sem ég gerði í bíóinu! Í hléi tóks mér að misstíga mig á einhvern undarlegan hátt og ég fleytti kellingar niður tröppurnar í stóra sal Háskólabíó - valt þarna niður eins og snjóbolti!
Geri aðrir betur!

Heildarniðurstöður helgarinnar - Skemmtileg og gefandi!!

Góðar studnir

2 comments:

Anonymous said...

Mér líst vel á þessar rannsóknir. Gerði einmitt eina slíka um helgina.hún krafðist smávegis undirbúnings.Ég þurfti að mæla minn eigin hvíldarpúls... því rannsóknin gekk út á að mæla púlsinn aftur eftir taugaáfall sem ég myndi fá ef svo ólíklega vildi til að síminn minn myndi hringja. Síminn hringdi aldrei. Púlsinn fínn alla helgina. Fábrotið líf..jááá frekar...!

Anonymous said...

ég hefði viljað vera í háskólabíó!