Oct 5, 2006

Melaskóli 60 ára...

...og allt fullt af fólki og nánast EKKERT skipulag! Só só só sorry - ég get bara ekki orða bundist.
Klukkan 15 í dag voru öllum nemendum, foreldrum þeirra sem og gömlum nemendum skólans í þvílíka kraðakið sem myndaðist. Skemmtilegu skemmtiatriðin sem nemendur skólans höfðu æft vel og lengi nutu sín enganvegin þar sem það var hreinlega ekki pláss fyrir þá sem vildu horfa á. Allt of heitt og svo videre. Ég lét mér nú detta í hug að nær hefði verið að fá íþróttasal Hagaskóla fyrir skemmtiatriðin og fólk hefði svo getað rölt yfir í Melaskóla til að skoða sýningar á verkefnum nemenda, gæða sér á veitingum og sýna sig og sjá aðra.
Kannski ekki eina rétta lausnin - en þetta bara var ekki að gera sig.
Afmælisveislan bar örlítinn keim af framboðsslag - þarna sprönguðu um möguleigir og ómögulegir frambjóðendur í komandi prófkjörum hjá Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu - spennandi! Ég ælta nú samt sem áður að gera ráð fyrir því að þessir einstaklingar hafi verið gamlir nemendur eða eru foreldrar núverandi nemenda skólans.

Engu að síður - Til hamingju með árin 60 Melaskóli!!!! Og nýja, fyrsta skólasönginn - hann er bara nokkuð svalur :-)

Örving stóð sig eins og hetja þegar hann "mæmaði" með kór 6. bekkjar - hann er eins og mamma sín, getur ekki sungið, hahaha.
Síðan tók hann snúning með bekkjarsystur sinni og þar var hann algjörlega á heimavelli - takturinn ótrúlega flottur og svalur - líka alveg eins og mamma sín!!!!

Þar til næst
ciao

No comments: