Oct 12, 2006

Þá er loksins komin fimmtudagur

sem mér finnst alveg hreint frábært því að næstur í röðinni er föstudagur - það er minn uppáhalds dagur. Vinnuvikan búin og helgin framundan.

Reyndar er það nú þannig að helgarnar líða svo hratt að maður rétt nær að blikka augunum og þá er kominn mánudagur - en á móti kemur að vikurnar eru farnar að líða líka svona hratt, maður snýr sér við og búmm - kominn föstudagur aftur!

Það verða komin jól áður en maður veit af, já ekki bara jól heldur páskar, vor, sumar og haust!

Talandu um jól - þá ætla ég að brega undir mig betri fætinum rétt fyir jólin og skella mér til kóngsins Köben með my best friend Kriss og hans stórfjölskyldu - mun að sjálfsögu nota tímann og hitta Ástu mína og hennar familíu, nema hvað!

En aðal tilgangur þessarar ferðar er að kaupa jólagafir, þær örfáu sem ég þarf að kaupa, auðvita versla smá á mig og örving og númer eitt, tvö og þrjú - fara í julefrukost að dönskum hætti - namm namm namm

þar til næst
ciao

1 comment:

Anonymous said...

Nákvæmlega..það er alltaf föstudagur eða mánudagur hehehe

Súpan